Svona eru liðin skipuð í fyrstu umferð í Ryder 2025
Það verður gríðarleg spenna þegar Ryder bikarinn hefst á Bethpage Black vellinu á föstudagsmorgni en fyrirliðar liðanna hafa tilkynnt fjórmenningsliðin sem eigast við á fyrsta keppnisdegi þessa Ryder bikars.
Í síðustu 9 skipti í Ryder bikarnum hefur heimalið unnið og það verður því verðugt verkefni sem Evrópumenn fá í New York.
Það sem vekur athygli er að Bryson DeChambeau er í fyrstu viðureign Bandaríkjamanna en kappinn er mikill keppnis- og stemmningsmaður en hann er með Justin Thomas á móti Spánverjanum Jon Rahm og Englendingnum Tyrell Hatton, en Evrópudúettinn hefur sigraði í fjórum viðureignum sínum í síðstu tveimur Ryder keppnum.