Fréttir

Stenson leiðir í New Jersey
Henrik Stenson. Ljósmynd: sportsmax.tv
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
laugardaginn 30. júlí 2022 kl. 22:47

Stenson leiðir í New Jersey

4 Aces GC með örugga forystu í liðakeppninni

Svíinn, Henrik Stenson, sem leiddi LIV Golf Bedminster eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamanninum Patrick Reed, hefur skilið sig frá hópnum fyrir lokahringinn í dag.

Stenson lék annan hringinn á 69 höggum eða á 2 höggum undir pari Trump National vallarins og er samtals á 9 höggum undir pari, þremur höggum betur en Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson, sem skilaði einnig inn skori upp á 2 högg undir par á öðrum hringnum. Patrick Reed lék ekki vel á hringnum en hann kom í hús á 2 höggum yfir pari og er samtals á 5 höggum undir pari líkt og Carlos Ortiz frá Mexíkó og Talor Gooch frá Bandaríkjunum en Gooch lék frábært golf - skollalausan hring upp á 64 högg eða 7 högg undir par.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Í liðakeppninni er það lið 4 Aces GC sem er efst fyrir lokahringinn á 20 höggum undir pari, sex höggum betur en lið Majesticks GC.

Staðan á mótinu