Fréttir

Spennt fyrir því að vera í lokaholli með Ólafíu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 5. ágúst 2022 kl. 17:04

Spennt fyrir því að vera í lokaholli með Ólafíu

Perla Sól Sigurbrandsdóttir er spennt fyrir því að leika með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi og þreföldum Íslandsmeistara á þriðja hring á Íslandsmótinu í golfi í Eyjum.

„Ég er bara mjög spennt fyrir því að vera í lokaholli og spila með Ólafíu. Það verður meiri spenna, sjónvarpið og fleiri áhorfendur geri ég ráð fyrir en ég er tilbúin í það,“ segir Perla Sól meðal annars í viðtali við kylfing.is. Páll Ketilsson ræddi við hana um annan hringinn sem hún lék á pari vallarins, eins og hún gerði á fyrsta hring.