Spenna, ástríða og gleði á Blush mótinu á Húsavík
Blush Open 2025 hjóna- og paramót í golfi fór fram dagana 18.–19. júlí við frábærar aðstæður á Katlavelli á Húsavík. Spilaðar voru 36 holur með fyrirkomulaginu betri bolti fyrri daginn og greensome þann síðari. Alls tóku 74 keppendur þátt og má með sanni segja að mótið hafi verið fullt af spennu, ástríðu og gleði – alveg í anda Blush Open.
Í pistli frá mótshöldurum kemur fram að mótið hefi fest sig í sessi sem eitt það skemmtilegasta á sumardagskrá golfáhugamanna.
„Það var ótrúlega ánægjulegt að sjá jákvæða orku um allan völl, hvatninguna milli para og kraftinn sem fylgir því að vinna að sameiginlegu markmiði. Þó keppnin væri til staðar var það brosið, samveran og gleðin sem einkenndu þessa daga.
Blush Open 2025 sýndi enn á ný hvers vegna golf er íþrótt sem sameinar og veitir óteljandi tækifæri til að skapa góðar minningar.
Verðlaun voru veitt fyrir best klæddu kylfingana sem margir hlutu í hinum ýmsu flokkum sem dómnefndin valdi. Afhending þeirra verðlauna var hin mesta skemmtun og þökkum við þátttakendum og dómnefnd kærlega fyrir frábæra frammistöðu.“
Svo voru veitt verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin því liði sem hlaut flesta punkta eftir 36 holur, og nándarverðlaun á 2/11 og 4/13 braut.
Úrslit:
1. Guðlaug María og Jónas Jónsson Golfklúbbur Akureyrar 92 punktar
2. Harpa Gunnur Aðalbjörnsdóttir og Sigurður Hreinsson GH 85 punktar
3. Hulda Þórey Garðarsdóttir og Methúslem Hilmarsson GH 83 punktar
Nándarverðlaun
Föstudagurinn 18 júlí 2/11 braut
Óskar Halldórsson GS 75 cm
Föstudagurinn 18 júlí 4/13 braut
Ríkharður Hrafnkelsson G. Mostra Stykkishólmi 2.78 m
Laugardaginn 19 júlí 2/11 braut
Ástráður Þorgils Sigurðsson 1,61 m
Laugardaginn 19 júlí 4/13 braut.
Sesselja Erla Árnadóttir 1,81 m
Og sigurvegarar búningakeppninnar voru Kristín Huld Þorvaldsdóttir og Óskar Hauksson.