Fréttir

Sparkaði pútternum hátt í loft í bræði sinni á PGA móti
Patton hefur áður látið skapa hlaupa með sig í gönur en þessar myndir eru af honum í John Deere mótinu á PGA mótaröðinni fyrir nokkrum árum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 22. mars 2025 kl. 10:23

Sparkaði pútternum hátt í loft í bræði sinni á PGA móti

Bandaríski atvinnukylfingurinn Patton Kizziere sýndi glæsilega fótboltatakta á 15. flöt á fyrsta keppnisdegi á Valspar mótinu á PGA mótaröðinni á fimmtudag. Patton lék skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann missti stutt pútt.

Kylfingurinn átti 15 metra pútt á flötinni fyrir fugli  og aðpúttið endaði um 2 metra frá. Parpúttið fór ekki í holu og þá var eins og rynni æði á kappann og hann sparkaði pútternum hátt í loft upp sem flaug síðan all nokkra metra frá og lenti í flatarkanti.

Patton náði í járnkylfu í pokanum og púttaði fyrir skolla ofan í með henni og gekk síðan þungur á brún á næsta teig. Hann fékk skolla á 16. braut og var þá kominn þrjá yfir par og lét það gott heita. Fór heim og sagðist finna til í baki.

Patton er 39 ára og hefur sigraði þrisvar sinnum á PGA mótaröðinni.