Sjötti stigatitillinn í hús hjá Rory
Norður Írinn Rory Mcilroy enda golftíðina með mögnuðum sigri á lokamóti DP mótaraðinnar í Dubai og tryggði sér um leið efsta sætið á stigalista mótaraðarinnar í sjötta skiptið. Hann jafnaði þar Spánverjann Seve Ballesteros en vantar tvo stigasigra til að jafna við Skotann Colin Montgomery.
Mcilroy var í harðri keppni við nokkra en í lokahringnum en hann náði þriggja högga forskoti eftir þriðjung holna. Daninn RasmusHøjgaard jafnaði við hann þegar þrjár holur voru eftir en þá setti Rory í fuglagír og fékk tvo fugla og landaði tveggja högga sigri á lokamótinu. Hann lenti fjórum sinnum á árinu í 2. sæti þegar hann hafði alla möguleika á að sigra, m.a. í Opna Írska mótinu en Rasmus stal þeim sigri. Þá henti Rory einnig frá sér risatitli með slæmum mistökum á síðustu þremur brautunum á Opna bandaríska mótinu í júní.
Í fyrra unnu tíu efstu kylfingarnir á stigalistanum (þeir sem voru ekki þegar með þátttökurétt) sér rétt til að leika á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum 2025. Daninn Rasmus var höggi frá því í fyrra en náði því markmiði núna. Landar hans Niklas Norgaard og Thorbjørn Olesen náðu því líka sem og Ítalinn Matteo Manassero, Frakkinn Antoine Rozner, Japaninn Rikuya Hoshino og N-Írinn Tom McKibbin.
The fourth hole played the toughest last week with just 19 birdies 📈@McIlroyRory made this one on Sunday.#FortinetThreatScore | @Fortinet
Shots of the week from the 2024 season finale in Dubai 🙌#DPWTC | #RolexSeries | @DP_World pic.twitter.com/iCXZS58H0G
Goodbye from Dubai 👋#DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/E4iv4cryYz