Fréttir

Ragnhildur og Andri Már sigruðu á Hvaleyrinni
Ragnhildur sigraði í kvennaflokki
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 18. júlí 2021 kl. 18:06

Ragnhildur og Andri Már sigruðu á Hvaleyrinni

Andri Már Óskarsson og Ragnhildur Kristinsdóttir sigruðu í dag á Hvaleyrarbikarnum sem fram fór hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Keppni var spennandi í karlaflokki þar sem Daníel Ísak Steinarsson veitti Andra Má harða keppni. Að lokum sigraði Andri með tveggja högga mun. Daníel Ísak og Axel Bóasson urðu jafnir í öðru sæti.

Lokastaðan í karlaflokki:

Í kvennaflokki vann Ragnhildur Kristinsdóttir nokkuð öruggan sigur. Ragnhildur lék hringina þrjá á samtals 5 höggum yfir pari. Jafnar í öðru sæti voru Berglind Björnsdóttir og Kristín Sól Guðmundsdóttir á 14 höggum yfir pari. Berglind hafði ekki leikið sérlega vel fram að þessu en lék frábærlega í dag á 68 höggum og náði að rífa sig upp töfluna.

Lokastaðan í kvennaflokki:

Lokastaðan