Fréttir

Perla getur bætt við öðrum Íslandsmeistaratitli
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 13. ágúst 2022 kl. 18:26

Perla getur bætt við öðrum Íslandsmeistaratitli

Perla Sól Sigurbrandsdóttir er langt komin með að vinna Íslandsmeistaratitil aðra vikuna í röð en hún er með þriggja högga forskot í 15-16 ára flokki stúlkna á Íslandsmóti unglinga sem fer fram á Leirdalsvelli.

Í flokki 15-16 ára drengja er Skúli Gunnar Ágústsson, GA, og Valur Snær Guðmundsson, einnig úr GA, í forystu á -1. Guðjón Frans Halldórsson, GKG, er á pari. 

Í flokki 17-18 ára drengja er Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG, með 8 högga forskot fyrir lokahringinn og í stúlkna flokki 17-18 ára, er Berglind Erla Baldursdóttir, GM, með þriggja högga forskotg á Nínu M. Valtýsdóttur, GR.

Í flokki 19-21 árs drengja er Suðurnesjakylfingurinn Logi Sigurðsson, efstur en rétt á eftir honum eru Björn Bragi Pálsson, GR og Hjalti H. Jónasson, GKG.

Staðan.