Óþekktur Norðmaður sigraði í Belgíu
Það eru fleiri góðir kylfingar frá Noregi en Victor Hovland. Það hafa kannski ekki margir heyrt nafnið Kristoffer Reitan en hann vann sinn fyrsta titil á DP mótaröðinni um helgina eftir þriggja manna bráðbana á Soudal Open á Rinken International golfvellinum í Antverp í Belgíu. Norðmaðurinn var níu höggum á eftir efsta manni fyrir lokahringinn en hann lék hann á níu höggum undir pari og komst í bráðbana.
Í bráðbananum var spenna en Ewen Ferguson frá Skotlandi og hollendingurinn Darius van Driel háðu harða keppni. Ferguson var með forystu fyrir lokahringinn í mótinu og var nálægt því að tryggja sér sigur á 72. holu en boltinn tók hring í holunni og endaði uppi.
Þeir pöruðu allir fyrstu bráðabanaholuna en á þeirri næstu átti Norðmaðurinn frábært upphafshögg með „dræver“ og setti svo innáhöggið fimm metra frá - púttið fór svo beint í holu og fyrsti sigurinn Reitans staðreynd.