Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Öruggur sigur hjá Scheffler á OPNA mótinu - hans fjórði risatitill
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 20. júlí 2025 kl. 17:57

Öruggur sigur hjá Scheffler á OPNA mótinu - hans fjórði risatitill

Bandaríkjamaðurinn og besti kylfingur heims, Scottie Scheffler sigraði á fjórða og síðasta risamóti ársins, OPNA mótinu, sem fram fór á Royal Portrush vellinum í N-Írlandi. Scottie sigraði með fjögurra högga mun og lék á 17 höggum undir pari. Þetta var fjórði risatitill kappans en hann vantar nú bara sigur á Opna bandaríska í risasafnið sitt.

Sigurinn hjá Scottie var í raun aldrei í hættu á lokadeginum en hann var með fjögurra högga forskot þegar 18 holur voru eftir. Þó hann hafi fengið tvöfaldan skolla á 8. braut þá gerðu andstæðingar hans líka mistök og hann sigldi þessu örugglega í höfn með frábæru golfi.

Bandaríkjamenn hirtu fjögur efstu sætin. Annar varð Harris English á -13, Chris Gutterup kórónaði sigur sinn á Opna skoska með því að enda í 3. sæti á OPNA mótinu. Jafnir í 4. sæti voru Wyndham Clark, Englendingurinn Matt Fitzpatrick og Kínverjinn Li Haotong, allir á -11. Rory Mcilroy endaði jafn í 7. sæti á -10 ásamt sigurvegaranum í fyrra, Xander Schauffele og Skotanum Bob Mcintyre.

Örninn 2025
Örninn 2025

Lokastaðan.