Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Öruggt hjá Axel og Önnu Sólveigu
Anna Sólveig og Axel eru klúbbmeistarar GK 2024. Mynd/Jóhann G. Kristinsson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 14. júlí 2024 kl. 11:59

Öruggt hjá Axel og Önnu Sólveigu

Axel Bóasson og Anna Sólveig Snorradóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis 2024. Síðasta umferðin var felld niður vegna veðurs og voru því leiknar 54 holur.

Axel lék hringina þrjá á þremur undir pari, 213 höggum og sigraði örugglega. Svanberg Addi Stefánsson varð annar á átta höggum yfir pari og Rúnar Arnþórsson þriðji á 232 eða +16.

Axel er í atvinnumennsku og hefur á þessu ári verið að keppa á Áskorendamótaröðinni í Evrópu, Challenge Tour.

Anna Sólveig sigraði nokkuð örugglega en hún lék á 242 höggum og var níu höggum betri en Elsa Maren Steinarsdóttir. Þriðja varð Þórdís Geirsdóttir, höggi á eftir Elsu.

Lokastaðan.