Fréttir

Öldungaliðin stóðu sig vel - Sigurbjörn í 3.-4. sæti
Tryggvi Traustason hvílir sig í hitanum í Búlgaríu.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 13. september 2024 kl. 11:37

Öldungaliðin stóðu sig vel - Sigurbjörn í 3.-4. sæti

Öldungalandslið karla og kvenna kepptu nýlega í Evrópumótum í Búlgaríu og Slóveníu. Bæði lið stóðu sig vel og enduðu karlarnir í 11.-12. sæti en konurnar í 16. sæti.

Karlarnir voru grátlega nálægt því að komast í A riðil en þeir voru höggi frá því. Sigurbjörn Þorgeirsson lék frábært golf. Hann lék 36 holurnar á tveimur undir pari og endaði í 3.-4. sæti í höggleiknum en hann lék á. Ísland vann tvo leiki, gerði jafntefli og tapaði einum í holukeppninni.

Mjög heitt var í veðri í Búlgaríu en Íslendingarnir létu það ekki á sig fá og léku gott golf. Á myndum frá mótinu má sjá all nokkra hlífa sér við hitanum með því að nota regnhlífar sem sólhlífar. Á einum æfingadeginum fór Einar Long holu í höggi.

Konunum gekk ekki eins vel í holukeppninni og töpuðu öllum viðureignunum.

Kylfingur.is fékk myndir af Facebook síðu LEK.

Íslenska karlaliðið.

Kvennaliðið.´

Sigurbjörn lék mjög vel í höggleiknum.

Einar Long fór holu í höggi.