Fréttir

Minningarmót Guðna Sveins í Leirunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 4. júlí 2024 kl. 11:46

Minningarmót Guðna Sveins í Leirunni

Fjölskylda Guðna Sveinssonar ætlar ásamt afrekshópi GS að halda styrktargolfmót í minningu Guðna á Hólmsvelli í Leiru 11. júlí.  Mótið verður að hans lagi en spilað verður tveggja kylfinga Texas Scramble seinni parts dags. Forgjöf liðsins verður reiknuð með samanlagðri leikforgjöf liðsins og deilt með 4.

Guðni Vignir Sveinsson var afrekskylfingur í GS, sérstaklega á efri árum en hann lék oft með öldungalandsliðinu og var láforgjafarkylfingur alla tíð. Guðni Vignir hóf golfleik sem ungur strákur í Leirunni en Hólmsvöllur átti sérstakan stað í hjarta hans en Guðni lést á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein.

Mótið er styrktarmót þar sem allur ágóði mótsins rennur til Afreksstarfs Golfklúbbs Suðurnesja. 

Hvellræsing verður klukkan 16:00 og mikilvægt að allir séu mættir kl. 15:30. Það verða margir glæsilegir vinningar í boði, nándarverðlaun á öllum par 3 holum og útdráttur. Súpa og brauð verða í boði fyrir keppendur eftir hring. 

Mótsgjald er 6000kr. á mann.

Skráning hér.