Fréttir

McIlroy farinn að vinna aftur með gamla þjálfaranum
McIlroy og Bannon á góðri stundu.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 13. nóvember 2021 kl. 09:53

McIlroy farinn að vinna aftur með gamla þjálfaranum

Það teljast stórar fréttir þegar bestu kylfingar heims skipta um þjálfara.

Rory McIlroy hefur síðustu ár unnið með Pete Cowen sem hefur þjálfað marga af bestu kylfingum heims. Það samstarf hefur gengið upp og ofan og Rory hefur ekki náð sér almennilega á strik síðan þeir byrjuðu að vinna saman. 

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Eftir sigurinn í Las Vegas í síðasta mánuði sagði McIlroy í viðtölum að hann hafi bara ákveðið að vera Rory McIlroy aftur, ekki reyna að vera einhver annar. Hann hefur nú tekið það alla leið og er byrjaður að vinna aftur með Michael Bannon sem þjálfaði hann frá 8 ára aldri. 

Vonandi verður það til þess að Rory verður aftur Rory. Við söknum hans flest.