Magnaður endir á lokamótinu á DP mótaröðinni
Það var magnaður endir á síðasta móti tímabilsins á DP mótaröðinni þegar Englendingurinn Matt Fitzpatrick vann N-Írann Rory Mcilroy í bráðabana en sá síðarnefndi tryggði sér sjöunda stigameistaratitilinn Race to Dubai. Matt kann líka vel við sig í Dubai því þetta var hans þriðji sigur á lokamótinu.
Mcilroy virtist vera að tryggja sér sigur á mótinu þegar liðið var á síðustu níu holurnar í mótinu og var með tveggja högga forskot um tíma en fataðist aðeins flugið í upphafshöggunum á síðustu brautunum. Þegar hann kom á lokaholuna þurfti hann að fá örn til að jafna við Fitzpatrick sem var nýbúinn að fá fugl á holuna. Rory sló frábært högg með 5-tré af 210 metra færi sem endaði um fimm metra frá holu sem hann setti svo ofan í og jafnaði við félaga sinn úr Ryderliðinu. Í bráðabananum lenti Rory hins vegar í vandræðum og fékk skolla á 18. brautina á meðan Fitzpatrick fékk par og tryggði sér sigur á þessu skemmtilega lokamóti þar sem fimmtíu efstu á stigalistanum léku.
Rory jafnaði í fyrra við Seve Ballesteros þegar hann vann stigameistaratitilinn í sjötta sinn, nú fór hann yfir han og vantar nú einn stigatitil í viðbót til að jafna við Colin Montgomery sem vann hann átta sinnum. Þetta er líklega besta ár á frábærum ferli N-Írans en hann komst í sögubækurnar þegar hann vann loks Masters mótið í apríl og vann alslemmuna fyrstur Evrópukylfinga, en það eru öll fjögur risamótin. Hann vann Írska meistaratmótið, Players mótið, var í sigurliði Ryder og kláraði stigameistaratitilinn á DP mótaröðinni í sjöunda skiptið. Tekjurnar hans á árinu af keppnisgolfi námu um 30 milljónum evra eða vel á fimmta milljarð króna.
Eitt af höggum vikunnar hjá Fitzpatrick.
Matt Fitzpatrick's shot of the week on his way to victory
💪#DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/44omEXuB1r
Fitzpatrick í gula stólnum eftir sigurinn
A memorable end to the season for @MattFitz94
🏆#DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/mlJMjp2Tzp
Rory um Seve og stigameistaratitilinn
A historic moment
🏆
Rory reflects on surpassing Seve's six Race to Dubai titles.#DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/Y1zYcDiPA2
Arnarpútt af fimm metra færi á 72. flöt hjá Rory til að jafna við Fitzpatrick
RORY MCILROY!
He eagles the 72nd hole to send the season finale to a play-off!#DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/MkS4mJlqlj

