Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Loksins kom draumahöggið eftir 41 ár
Fimmtudagur 13. júní 2024 kl. 06:54

Loksins kom draumahöggið eftir 41 ár

„Loksins, loksins eftir 41 ár,“ sagði Friðrik K. Jónsson, kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja þegar hann tók boltann upp úr holu á Bergvíkinni í Leiru þegar hann var við leik á Hólmsvelli í vikunni.

Friðrik fagnaði innilega en gerði það þó ekki fyrr en hann tók boltann úr holunni. Það var smá meðvindur á holuna, Frikki mældi 150 metra í stöng, hitti síðan vel með áttajárninu, boltinn lenti rétt fyrir framan stöng og rúllaði svo í holu.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Friðrik greindi glaður frá þessu á Facebooksíðu sinni.