Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Kylfingar við leik á Nesvellinum á Instagramsíðu Golf Digest
Golfdigest er stærsta golftímarit veraldar.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 23. nóvember 2021 kl. 09:07

Kylfingar við leik á Nesvellinum á Instagramsíðu Golf Digest

Á Instagram reikningi stærsta golftímarits veraldar, Golfdigest má þegar vel er að gáð finna mynd af kylfingum við leik á Nesvellinum.

Kylfingarnir sem um ræðir eru mæðginin Helga Guðmundsdóttir og Steinn Baugur Gunnarsson Íþróttastjóri Nesklúbbsins. 

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Þakkargjörðarhátíðin er fram undan í Bandaríkjunum og greinin sem hengd er við myndina fjallar um það með gamansömu ívafi hvernig fjölskyldur geta notið þess að leika saman golf um hátíðina.

Greinin í Golfdigest