Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Kristófer Tjörvi setti mótsmet í Eyjum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 14. júlí 2024 kl. 18:19

Kristófer Tjörvi setti mótsmet í Eyjum

Kristófer Tjörfi Einarsson er klúbbmeistari Golfklúbbs Vestmannaeyja 2024 en hann lék á níu höggum undir pari á 72 holunum og setti mótsmet.

Kristófer lék fyrsta hringinn á 65 höggum, 5 undir og hélt forystu frá fyrsta degi og út mótið. Lárus G. Long varð annar, tíu höggum á eftir meistaranum, á höggi yfir pari, þriðji varð fimmtánfaldur klúbbmeistari, Örlygur Helgi Grímsson á sex yfir pari. Fimmtán keppendur voru í meistaraflokki í mótinu sem hlýtur að teljast ansi gott hjá ekki fjölmennari klúbbi.

Konurnar eru ekki eins fjölmennar í meistaraflokki, aðeins tvær en Sóley Óskarsdóttir sigraði á 335 höggum. Önnur varð Katrín Harðardóttir á 369 höggum.

Úrslit.