Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Keppni hafin á BMW PGA meistaramótinu
Justin Rose þarf á góðu móti að halda til að eiga möguleika á að verða valinn í Ryder lið Evrópu.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 10. september 2021 kl. 08:17

Keppni hafin á BMW PGA meistaramótinu

Eitt stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni hófst í gær á Wentworth vellinum í Surrey á Englandi.

Mótið er ansi mikilvægt fyrir marga kylfinga sem freista þess að tryggja sér sæti í Ryder liði Evrópu en Padraig Harrington mun tilkynna liðið í næstu viku.

Eftir fyrsta hring eru Kiradech Aphibarnrat og Christian Bezuidenhout sem eru efstir á 8 höggum undir pari. Adam Scott lék einnig frábærlega í gær og er á 7 höggum undir pari í þriðja sæti.

Justin Rose er á meðal kylfinga sem eru jafnir í fjórða sæti á 5 höggum undir pari. Gott mót hjá honum gæti dugað til þess að hann hljóti náð fyrir augum Padraig Harrington í næstu viku.

Staðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21