Fréttir

Kennsluhornið - Lobbhöggið
Nökkvi Gunnarsson sér um kennsluhornið
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 20. júlí 2021 kl. 09:48

Kennsluhornið - Lobbhöggið

Í síðasta þætti kennsluhornsins var farið yfir 5 högga kerfið, höggin í kringum flatirnar. Farið var yfir mismunandi aðstæður sem kalla á mismunandi högg.

Eitt þessara högga var lobbhöggið eða sparihöggið eins og það er stundum kallað. Þetta högg er frekar snúið og sem betur fer þarf ekki að nota það mjög oft. En það er stundum nauðsynlegt að beita því og þá er eins gott að vera með það á hreinu.

Eina mögulega aðferð við framkvæmdina má sjá í myndbandinu fyrir neðan.