Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Keiliskonur meistarar í fjórtánda sinn
Sigurlið Keilis í Íslandsmóti klúbba í efstu deild. Mynd/golf.is
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 27. júlí 2025 kl. 14:24

Keiliskonur meistarar í fjórtánda sinn

Golfklúbburinn Keilir er Íslandsmeistari golfklúbba 2025 í 1. deild kvenna eftir sigur á Golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaleik. Þetta er fjórtándi titill Keiliskvenna í efstu deild kvenna. Þær stöðvuðu þriggja ára sigurgöngu GM í mótinu. Leikið var á Jaðarsvelli á Akureyri.

Í liði GR var Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur, í fyrsta skipti, en hún lék gegn Guðrúnu Snæþórsdóttur í tvímenningi og tapaði 1/0. Keiliskonur unnu þrjár af fjórum tvímenningsviðureignirnar en í þeirra liði var atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir en hún tapaði sinni viðureign gegn Elsu Maren Steinarsdóttur 1/0. Spennandi leik lauk með 3/2 sigri Keilis.

Í 3. sæti varð Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem vann Golfklúbb Akureyrar 4/1. Golfklúbburinn Oddur féll niður í 2. deild.

Örninn 2025
Örninn 2025