Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Jon Rahm ósáttur
Miðvikudagur 22. mars 2023 kl. 07:28

Jon Rahm ósáttur

Spánverjinn Jon Rahm sem er í öðru sæti á heimslistanum í golfi fer fram á það við PGA mótaröðina að holukeppni verði áfram hluti af mótaröðinni. WGC-Dell holukeppnin er nú haldin í síðasta skipti.

Sextíu og fjórir kylfingar hefja leik í dag á WGC-Dell holukeppninni í Austin í Texas. Rahm er í riðli með Ricky Fowler, Billy Horchel og Keith Mitchell. Allir leika við alla í riðlinum og sá leikmaður sem er í efsta sæti riðilsins að því loknum kemst áfram í útsláttarkeppni. Alls er leikið í 16 fjögurra manna riðlum. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudagseftirmiðdag.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

„Ég elska holukeppni og er mjög spenntur fyrir mótinu. Það er sorglegt að þetta sé síðasta skiptið sem leikið er með þessu fyrirkomulagi. Vonandi fáum við aftur holukeppni á næsta ári. Þetta er í raun eina mótið fyrir utan Ryder bikarinn sem maður fær að keppa eingöngu við þann sem er með manni í ráshópi. Það finnst mér miklu skemmtilegra.“ segir Jon Rahm um mótið.

Scottie Scheffler sem er efstur á heimslistanum bætti við: „Ég elska holukeppni. Hún er svo einföld. Þú bara mætir og reynir að sigra kylfinginn sem er á móti þér. Frábært fyrirkomulag“.

Fylgist með holukeppninni hér.