Fréttir

Jeff Winther efstur fyrir lokasprettinn á Mallorca
Jeff Winther hefur leikið tvisvar sinnum á 62 höggum til þess á Mallorca Golf Open.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 24. október 2021 kl. 09:05

Jeff Winther efstur fyrir lokasprettinn á Mallorca

Daninn Jeff Winther lék frábærlega á þriðja hring Mallorca Golf Open og tók forystuna fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag.

Winther lék þriðja hringinn á 62 höggum, fékk 8 fugla og tapaði ekki höggi. Hann er samtals á 15 höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot á heimamanninn Jorge Campillo sem kann greinilega vel við sig á Golf Santa Ponsa vellinum þar sem hann varð Spánarmeistari 14 ára og yngri árið 2000.

Alvaro Quiros og Sebastian Söderberg eru jafnir í þriðja sæti á 12 höggum undir pari. Easton Bryce frá Suður Afríku sem var með forystuna þegar mótið var hálfnað lék þriðja hringinn á pari og er kominn 5 höggum á eftir Winther.

Spennandi lokahringur fram undan á Mallorca í dag.

Staðan í mótinu