Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Icelandair Volcano open nánast búið að fylla þriðja tuginn
Árni Jón Eggertsson, Bergvin Magnús Þórðarson og Sigurður Óli Guðnason við einn fallegasta teiginn á golfvellinum í Vestmannaeyjum, fíllinn er í baksýn.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 4. júlí 2025 kl. 15:27

Icelandair Volcano open nánast búið að fylla þriðja tuginn

Eitt vinsælasta golfmót sumarsins á Íslandi er Icelandair Volcano open í Vestmannaeyjum. Mótið hefur verið haldið síðan einhvern tíma fyrir aldamótin og nálgast því þrjá tugi. Eyjaskeggjar kunna greinilega lagið á veðurguðunum, alger blíða er í Herjólfsdal og kylfingar nánast svífa upp í sæluvímu.

Mótið hófst í morgun en leikið er með „shoot gun“ fyrirkomulagi, þ.e. ræst er út af öllum teigum í einu og tvisvar á nokkrum teigum. Fyrri hópurinn fór út kl. 9:30 í morgun og sá seinni kl. 15 og í fyrramálið fer fyrri hópurinn kl. 8 og sá seinni kl: 13:30. Að sjálfsögðu er síðan veglegt lokahóf að hætti Eyjamanna í glæsilegum golfskála þeirra og er það Eyjamaðurinn Einsi kaldi sem mun galdra fram kræsingar.

Örninn 2025
Örninn 2025