Fréttir

Hvað kosta dýrustu vellirnir í Bretlandi og Írlandi?
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 2. ágúst 2022 kl. 10:40

Hvað kosta dýrustu vellirnir í Bretlandi og Írlandi?

Átján holu golfhringur á dýrustu golfvöllum í Bretlandi og Írlandi kostar um 70 þúsund krónur. Adare Manor í Írlandi og Trump Turnberry í Skotlandi trjóna á toppnum í tveimur efstu sætunum. 

Þar kostar rúm 400 sterlingspund að leika 18 holur en síðan koma átta aðrir golfvellir þar sem 18 holurnar kosta um og yfir 300 sterlingspund eða um 50 þúsund krónur. 

Adare Manor er glæsilegt fimm stjörnu golfsvæði í Limerick á Írlandi. Þar verður Ryder bikarinn haldinn 2027. https://www.adaremanor.com/golf/

Trump Turnberry völlurinn er einn þekktasti völlurinn sem hýsir Opna mótið. Trump samsteypan keypti völlinn og golfsvæðið fyrir nokkrum árum og hafa breytt honum nokkuð. Hann er á Sv-strönd Skotlands.

Það er annar Trump völlur á topp tíu lista Golf Montly en það er Trump International í Aberdeen. Það er magnaðasti golfvöllur sem ritstjóri kylfing.is hefur leikið.

Golf Monthly tók saman tíu dýrustu sem er opinn öllum kylfingum og á listanum fimm vellir þar sem Opna breska er haldið reglulega. Í sumar var Opna mótið á Gamla vellinum, Old course í St. Andrews. Þar er aðeins meira mál að fá teigtíma en þó hægt með ýmsum leiðum. Þar er meðal vallargjaldið í ár um 50 þúsund krónur. Það er læga yfir vetrartímann. Undir hatti St. Andrews stofnunarinnar eru sjö golfvellir og á öðrum völlum en þeim Gamla er vallargjaldið ekki svo mjög dýrt. 

erhttps://standrews.com/golf/courses

Adare golfsvæðið í Írlandi.

Trump Turnberry var breytt nokkuð eftir að þáverandi forseti Bandaríkjanna eignaðist völlinn. Hér er Garðar K. Vilhjálmsson á teig á 9. holu sem er par 3. 

Trump International er frábær golfvöllur