Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Hundrað ferðir í boði á Ryder svæðið á Spáni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 30. júlí 2025 kl. 22:10

Hundrað ferðir í boði á Ryder svæðið á Spáni

Ryder bikarinn verður haldinn á Camiral Golf & Wellness at PGA Catalunya golfsvæðinu rétt utan við Barcelona árið 2031 en margir Íslendingar hafa leikið þar og GB Ferðir sem hafa verið með ferðir þangað undanfarið, ætla að bæta í og munu bjóða um hundrað dagsetningar á þessu og út næsta ár.

Jóhann P. Guðjónsson hjá GB Ferðum segir að þetta sé eitt flottasta golfsvæði í Evrópu en á því eru tveir heimsklassa golfvellir, Stadium course og Tour Course. Vellirnir eru ávallt í toppformi og venjan er að flatirnar spilist á 11,5 á „stimp“. Stadium völlurinn er númer no.14 yfir 100 bestu velli meginlands Evrópu Top 100 Golf courses en undirbúningur að byggingu þess þriðja, þar sem Ryderinn mun fara fram er þegar hafinn.

„Við er nú þegar með í boði 59 dagsetningar fyrir 4 og 7 daga ferðir og klæðskerasmíðum einnig ferðir  fyrir þá sem vilja vera lengur eða skemur. Svo er planið að bæta við öðrum fimmtíu dagsetningum út næsta ár,“ segir Jóhann en hótelið sem er nálægt Girona er 5 stjörnu og glæsilegt.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Það er ekki annað hægt annað en að mæla með þessu stórbrotna golfhóteli í Katalóníu. Þeir sem gera kröfur um óaðfinnanlega golfvelli, þjónustu og góðan aðbúnað í hvívetna fá eitthvað við sitt hæfi hér. Þetta golfhótel er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur, þar sem dekrað er við þig allan sólarhringinn, hvort heldur sem við erum að spila golf, padel, tennis, hjóla eða bara slaka á við sundlaugarbakkann. Svo má ekki gleyma því að Girona er nokkrar mínútur frá hótelinu í leigubíl svæðið er sannkölluð matarparadís, sem sameinar hefðbundna katalónska matargerð. Borgin státar af mörgum Michelin–stjörnuðum veitingastöðum, þar á meðal hinu heimsþekkta El Celler de Can Roca, sem hefur verið útnefndur besti veitingastaður í heimi.

Þetta er í annað sinn sem Ryder bikarinn er haldinn á Spáni, sem er fyrst landa á meginlandinu að halda hann tvisvar. Ryderinn var síðast á Valderrama vellinum á suður Spáni 1997, þar sem enginn annar en Seve Ballesteros var fyrirliði og átti stóran þátt í því að mótið var haldið þar. Evrópa vann á eftirminnilegan hátt.