Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Hulda Clara náði góðum árangri í Flórída
Hulda Clara Gestsdóttir. Ljósmynd: Chris Smith/denverpioneers.com
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 10:45

Hulda Clara náði góðum árangri í Flórída

Lék á 1 höggi undir pari á lokahringnum

Hulda Clara Gestsdóttir, lék á 1 höggi undir pari á lokahring NCAA Tallahassee Regional í svæðiskeppni háskólagolfsins í Bandaríkjunum en leikið er á Seminole Legacy vellinum í Tallahassee í Flórída. Hún vann sig upp um 13 sæti milli hringja og hafnaði í 27.-29. sæti á 9 höggum yfir pari.

Okkar kona, sem komst með skólaliði sínu í Denver háskólanum áfram í svæðiskeppnina, fékk fjóra fugla og þrjá skolla á hringnum.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Lokastaðan í einstaklingskeppninni

Hulda Clara, sem er á fyrsta ári í Denver háskóla, lék best allra í sínu liði, sem þrátt fyrir góðan hring okkar konu, féll niður um eitt sæti og hafnaði í 11. sæti í liðakeppninni.

Lokastaðan í liðakeppninni

Skorkort Huldu Clöru