Fréttir

Hovland varði titilinn í Mexíkó
Viktor Hovland náði að verja titil sinn frá síðasta ári í Mexíkó.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 7. nóvember 2021 kl. 22:21

Hovland varði titilinn í Mexíkó

Norðmaðurinn Viktor Hovland náði í gær að verja titil sinn frá síðasta ári á World Wide Technology Championship at Mayakoba mótinu í Mexíkó.

Sigur Hovland var nokkuð öruggur þegar upp var staðið en hann lék hringina fjóra á samtals 23 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan næsta manni sem var heimamaðurinn Carlos Ortiz.

Justin Thomas var einn í þriðja sæti höggi á eftir Ortiz á 18 undir pari. Gott mót hjá Thomas sem nýverið fékk til liðs við sig Jim „Bones" Mackay fyrrum kylfusvein Phil Mickelson.

Þetta var þriðji sigur hins 24 ára gamla Hovland á PGA mótaröðinni.

Lokastaðan í mótinu