Fréttir

Haraldur í 45. sæti í Kína
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 19. október 2025 kl. 14:52

Haraldur í 45. sæti í Kína

Haraldur Franklín Magnús endaði jafn í 45. sæti á  Hangzhou mótinu á Áskorendamótaröðinni í Kína um helgina. Haraldur lék hringina fjóra á fimm höggum undir pari og lék fínasta golf, 69-72-70-70.

Hann freistaði þess að enda ofar til að komast í eitt af efstu 45 sætunum og sæti í lokamótinu. Jafnframt hefði hann losnað við að fara í 2. stig úrtökumótanna sem verða um næstu mánaðarmót.

Haraldur lék á móti í Kína vikuna á undan en komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn, í eina skiptið á þessari keppnistíð.