Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Haraldur Franklín stóð sig vel í Írlandi - nóg framundan
Það var Jack Nicklaus sem hannaði völlinn og að sjálfsögðu er stytta af kappanum við fyrsta teiginn.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 12. ágúst 2025 kl. 15:24

Haraldur Franklín stóð sig vel í Írlandi - nóg framundan

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, stóð sig vel á Irish Challenge mótinu sem fram fór á Killeen Castle vellinum á Írlandi í síðustu viku. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Haraldur lenti í 14-18. sæti og hlaut rúmar sexhundruð þúsund krónur í verðlaunafé.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem er líka í GR, tók einnig þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Haraldur var ánægður með frammistöðu sína í mótinu og var á leiðinni á næsta mót þegar Kylfingur hafði tal af honum.

„Við Guðmundur Ágúst fylgdumst með Íslandsmótinu og hefðum gjarnan viljað spila á því en sem atvinnumenn verðum við að láta Evrópumótaröðina ganga fyrir. Völlurinn sem við lékum á í Írlandi, Killeen Castle, er svívirðilega erfiður og ekki bætti úr skák að það var ansi mikið rok. Solheim cup fór fram á þessum velli og vonandi verður Opna írska mótið haldið á þessum velli árið 2029. Ég var nokkuð sáttur við mína spilamennsku, hún var kannski of stöðug eins furðulega að það kann að hljóma, það vantaði herslumuninn á að koma mér fyrir alvöru í baráttuna.“

Örninn 2025
Örninn 2025
Mikið framundan

„Ég er á leiðinni í mót í Finnlandi, fer þaðan í mót í Hollandi, það eru stór mót framundan. Ég kem eitthvað heim og næ vonandi að taka þátt í móti þar en fyrst er að klára tímabilið hér með stæl. Ég tók gott stökk á stigalistanum, fór upp um einhver 42 sæti og er í 159. sæti. Ég hef reyndar bara náð að klára sex mót í sumar og ætla mér að enda þetta tímabil vel.

Flott skorkort Haraldar Franklíns.