Fréttir

Haraldur Franklín jafn í 8.sæti á Ecco mótaröðinni
Þriðjudagur 28. febrúar 2023 kl. 21:33

Haraldur Franklín jafn í 8.sæti á Ecco mótaröðinni

Haraldur Franklín Magnús lék í lokaráshópi í dag á Ecco mótröðinni á PGA Catalunya á Spáni. Haraldur var á 8 höggum undir pari eftir 2 hringi, en náði ekki að sýna sitt besta andlit í rokinu í dag. Haraldur Franklín lék hringinn í dag á 76 höggum eða 5 yfir pari og féll úr efsta sæti niður í það áttunda á þremur höggum undir pari í heildina. Flott spilamennska heilt yfir hjá Haraldi og góður árangur.

Joakim Wikström frá Svíþjóð sigraði á 7 höggum undir pari. 

Næsta mót á Ecco mótröðinni hefst strax hinn daginn á PGA Catalunya.

Sjá úrslit hér.