Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Gunnlaugur Árni búinn að vera upptekinn í sumar og fer brátt aftur til Bandaríkjanna
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 23. júlí 2025 kl. 11:56

Gunnlaugur Árni búinn að vera upptekinn í sumar og fer brátt aftur til Bandaríkjanna

Afrekskylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson mætti á opnun nýrrar gervigraspúttflatar og vippsvæðis í golfklúbbnum Oddi á dögunum og var fenginn til að taka fyrstu púttin og vippin og tók þátt í vippkeppni. Það er búið að vera mikið að gera hjá pilti í sumar og verður fram að brottför til Bandaríkjanna en hann hóf nám við hinn þekkta og sterka golfskóla, Louisana State, í fyrra. Ef veðurguðirnir leyfa og tækifæri gefst til, mun kylfingur setja upp einvígi milli Gulla og sigursælla kempa í íslensku golfi, það bar líka á góma í spjalli við Gulla þennan sólríka dag á Urriðavellinum.

Örninn 2025
Örninn 2025