Guðrún lék vel í S-Afríku
Guðrún Björgvinsdóttir endaði í 28. sæti í Platinum Ladies open mótinu sem fram fór á Blair Atholl golfvellinum í Jóhannesarborg í S-Afríku í vikunni. Guðrún lék fínasta golf og endaði á - 3, lék hringina þrjá á 69-70-71.
Síðustu níu holurnar lék hún ákveðið og freistaði þess að fá fleiri fugla en hún var á pari fyrri níu holurnar. Hún náði fjórum fuglum en fékk líka fjóra skolla þannig að hún endaði hringinn á pari.
Guðrún hefur verið í S-Afríku síðan í febrúar og freistar þess að komast inn á mót á LET mótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu en tvö mót verða haldin í apríl í S-Afríku. Hún hefur staðið sig vel og náð best 6. sæti.