Guðrún í toppmálum innan um stórstjörnurnar í Írlandi
Hafnfirðingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur leikið mjög vel á KPMG mótinu sem leikið er á Carton House golfsvæðinu rétt utan við Dublin í Írlandi. Guðrún er á fimm höggum undir pari og hefur leikið hringina tvo á 70-71 höggi.
Hún er jöfn í 9. sæti, sex höggum á eftir efstu konu en þremur á eftir þeirri sem er í 2. sæti. Áhugakylfingurinn Lottie Woad frá Englandi er efst á 11 undir pari.
Í mótinu eru nokkrar af stórstjörnum Evrópu, m.a. Charlie Hull og Georgia Hall frá Englandi, hin írska Leona Maguire og hin sænska Anna Nordquist sem var fyrirliði Evrópuliðsins. Einnig frá Svíþjóð er Magdalene Sagström. Allt stelpur sem voru í Solheim liði Evrópu síðast. Aðeins Hull og Sagtrom eru á betra skori en Guðrún eftir 36 holur.
Guðrún er að leika á sínu fimmta móti í röð á LET Evrópumótaröðinni. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn í tveimur af fjórum og hún er kominn í gegn í því fimmta. Frammistaða hennar hefur mikið að segja með þátttökurétt á fleiri mótum en hún er með takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni.
Guðrún hefur leikið flott golf en á Carton house eru tveir vellir. Mótið fer fram Carton House golfsvæðinu sem samnefnt hótel er við en á því eru á Montgomery og Mark O’Meara vellirnir.
Sýnt er frá mótinu á Viaplay rásinni hjá Stöð 2 sport.
Þess má geta að margir íslenskir kylfingar hafa leikið golf á Carton House en gbferdir.is hafa boðið upp á svæðið sem er glæsilegt.