Fréttir

Guðrún Brá og Ragnhildur leika á LET
Þriðjudagur 28. febrúar 2023 kl. 22:55

Guðrún Brá og Ragnhildur leika á LET

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR leika á LET access mótaröðinni nú í vikunni. Þær hefja leik á morgun. Guðrún Brá á rástíma kl. 13:20 og Ragnhildur kl.13:40. Leikið er á Golf Club Peralda sem er rétt norðan við Barcelona. 

Mótið er fyrsta mót Ragnhildar á LET access mótaröðinni en hún er að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennskunni en Guðrún Brá sem gerðiðst atvinnumaður árið 2018 hefur leikið á 30 mótum á LET mótaröðinni og þrisvar sinnum lent í topp 10.

Fylgjast með skori hér.