Guðrún Brá náði niðurskurðinum
Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK náði niðurskurðinum á LET access mótaröðinni eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 71 og 78 höggum, samtals 7 yfir pari. Guðrún Brá fékk tvo fugla á öðrum hringnum en fimm skolla og tvo skramba. Hún er jöfn í 25 sæti og leikur þriðja hringinn í mótinu í dag.
Ragnhildur Kristinsdóttir GR lék hringina tvo á samtals 10 höggum yfir pari 73-79 og rétt missti af niðurskurðinum á sínu fyrsta móti á LET access mótaröðinni.
Sjá stöðuna hér.