Fréttir

Guðrún Brá með flottan lokahring
Guðrún Brá lék mjög vel á lokahringnum og hífði sig upp töfluna ásamt því að hjálpa liði sínu til 8. sætis í mótinu.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 13. nóvember 2021 kl. 09:53

Guðrún Brá með flottan lokahring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék mjög vel á lokahring Aramco Team series mótsins í Jeddah í gær.

Með hring upp á 69 högg náði Guðrún að lyfta sér upp í 38. sæti mótsins á samtals þremur höggum undir pari.

Í liðakeppninni endaði lið Guðrúnar í 8. sæti mótsins á 44. höggum undir pari og fengu hver fyrir sig um eina milljón króna í verðlaunafé. Hún fékk að auki tæplega 300 þúsund krónur fyrir árangur sinn í einstaklingskeppninni.

Guðrún er í 77. sæti stigalista mótaraðarinnar og hefur tryggt sig inn á lokamótið sem fram fer 25. til 28. nóvember á Los Naranjos vellinum í Andalúsiu.

Slóvenska stúlkan Pia Babnik sigraði á mótinu á 16 höggum undir pari. Þetta var annar sigurinn á tímabilinu hjá þessum 17 ára stórefnilega kylfingi.

Lokastaðan í einstaklingskeppninni

Lokastaðan í liðakeppninni