Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Guðrún Brá leikur á lokahringnum í Bangkok
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd: Tristan Jones/LET
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 13. maí 2022 kl. 14:05

Guðrún Brá leikur á lokahringnum í Bangkok

Á rástíma rétt fyrir þrjú í nótt

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, leikur á lokahring Aramco Team Series í Bangkok í nótt en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðrún lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða á 2 höggum yfir pari vallarins og annan hringinn á 71 höggi eða á 1 höggi undir pari. Hún er því samtals á 1 höggi yfir pari fyrir lokahringinn í nótt en leikið er á Thai Country Club í höfuðborginni.

Guðrún Brá á rástíma rétt fyrir klukkan þrjú í nótt á íslenskum tíma.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Aramco Team Series mótin eru meðal stærstu móta hvers keppnistímabils á mótaröðinni. Heildarverðlaunafé nemur einni milljón Bandaríkjadala.

Það er heimakonan Patty Tavatanakit sem leiðir enn eftir hringina tvo á 9 höggum undir pari.