Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir Íslandsmeistari kvenna
Myndin tekin nokkrum sekúndum eftir að lokapúttið fór ofan í 18. holuna.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 10. ágúst 2025 kl. 19:10

Guðrún Brá Björgvinsdóttir Íslandsmeistari kvenna

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr golfklúbbnum Keili er Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2025. Hún hafði betur í bráðabana gegn Huldu Clöru Gestsdóttur úr GKG. Hulda leiddi með fimm höggum fyrir lokadaginn en Guðrún gafst ekki upp, hún jafnaði við Huldu strax á annarri holu og síðan skiptust þær á að hafa forystu út hringinn. Þær enduðu jafnar í spennandi keppni og þurftu að fara í umspil þar sem holur 16-18 voru leiknar. Þar var heimakonan öryggið uppmála en Hulda Clara fann sig ekki og Guðrún vann öruggan sigur með fjórum höggum.

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 294 högg (72-73-76-73) (+6)
2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 294 högg (70-70-76-78) (+6)
3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GKG 297 högg (75-75-72-75) (+9)

Viðtöl við Guðrúnu koma á morgun og eins verður rætt við Huldu Clöru.

Örninn 2025
Örninn 2025