Fréttir

Guðmundur og Haukur í framlínu GKG
Fimmtudagur 22. ágúst 2024 kl. 11:05

Guðmundur og Haukur í framlínu GKG

Guðmundur Daníelsson hefur verið ráðinn Íþróttastjóri GKG og Haukur Már Ólafsson fagstjóri íþróttasviðs klúbbsins.

Guðmundur er með BS gráðu í tölvunarfræði frá CBS skólanum í Kaupmannahöfnog lærði til meistaragráðu í Buisness Administration og Buisness Computing við sama skóla. Guðmundur hlaut héraðsdómararéttindi frá Golfsambandi Íslands 2017og lauk Golfkennaranámi PGA á Íslandi árið 2021. Guðmundur starfaði sem tölvunarfræðingur frá 2009 fram til ársins 2021. Árið 2020 tók Guðmundur við starfi golfkennara og íþróttastjóra hjá Golfklúbbi Borgarness þar sem hann sinnti þjálfun og kennslu auk þess sem hann hafði umsjón með mótahaldi, rekstriklúbbsins og fleiri verkefnum. Guðmundur hefur frá árinu 2023 starfað hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem golfkennari, barna- og unglingaþjálfari.

Haukur Már Ólafsson hefur verið ráðinn fagstjóri íþróttasviðs GKG. Um er aðræða nýja stöðu innan íþróttasviðs. Haukur var á árum áður afrekskylfingur hjá GKG og var þjálfari á árunum 2013 til 2019. Haukur er með BSc gráðu í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands og lauk nám í Golfkennaranámi PGA árið 2015. Á árunum 2021 til 2022 var Haukur suttaspils þjálfari hjá GR. Undanfarin fjögur ár hefur Haukur unnið sem Íþróttakennari í Lindaskóla.