Fréttir

Guðmundur Ágúst og Andri Þór á 1 höggi undir pari á fyrsta hring
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 23. júní 2022 kl. 13:21

Guðmundur Ágúst og Andri Þór á 1 höggi undir pari á fyrsta hring

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG og Andri Þór Björnsson úr GR luku leik á fyrsta hring á Blot Open de Bretagne í Frakklandi í dag en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Þeir léku báðir á 69 höggum eða á 1 höggi undir pari Golf Blue Green de Pléneuf Val André vallarins og eru sem stendur í 39.-57. sæti.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Það er hinn írski, Ruaidhri McGee, sem er með forystu í klúbbhúsi á 9 höggum undir pari.

Staðan á mótinu

Guðmundur Ágúst fékk tvo skolla og fjóra fugla á hringnum en Andri Þór fékk fjóra skolla, þrjá fugla og einn örn.

Okkar menn verða ræstir út á annan hringinn upp úr klukkan ellefu í fyrramálið.