Fréttir

Guðmundur Ágúst í 12. sæti fyrir lokahringinn á Emporada
Frábær hringur hjá Guðmundi í dag.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 21. október 2021 kl. 16:48

Guðmundur Ágúst í 12. sæti fyrir lokahringinn á Emporada

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék frábærlega á þriðja hring Costa Brava Challenge mótsins í dag.

Guðmundur fékk 6 fugla og engan skolla á hringnum í dag. Hann er samtals á 8 höggum undir pari og í 12. sæti mótsins fyrir lokahringinn.

Samkvæmt lauslegum útreikningum blaðamanns þarf Guðmundur að enda í öðru af tveimur efstu sætum mótsins til að komast í hóp þeirra 45 efstu sem keppa á lokamótinu. Hann er nú með 16.336 stig á listanum og þarf að komast sem næst því að safna 40.000 stigum.

Sigur á mótinu gefur 32.000 stig og annað sætið gefur 22.000 stig.

Guðmundur leggur eflaust allt í sölurnar á morgun og með öðrum frábærum hring er allt mögulegt.

Staðan í mótinu