Fréttir

Gott mót hjá Gunnlaugi Árna
Fimmtudagur 13. mars 2025 kl. 10:52

Gott mót hjá Gunnlaugi Árna

Gunnlaugur Árni Sveinsson endaði í 6. sæti í einstaklingskeppninni í Louisiana Classics mótinu sem lauk í vikunni  en hann stundar háskólanám í LSU háskólanum í Louisiana í Bandaríkjnum. Keppnislið LSU sigraði í mótinu og var  Gunnlaugur Árni með annan besta árangur liðsins, lék á fjórum höggum undir pari, hringina þrjá á 72-68-72.

Gulli hefur farið mikinn eftir að hann hóf nám vestra. Hann hefur líka færst upp heimslista áhugamanna og er nú í 54. sæti.