Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistari klúbba í 26. sinn
Sigurlið GR í karlaflokki. Mynd/golf.is
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 27. júlí 2025 kl. 14:08

Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistari klúbba í 26. sinn

Golfklúbbur Reykjavíkur er Íslandsmeistari klúbba í efstu deild eftir sigur á heimamönnum í GKG í spennandi úrslitaleik, 3/2. Þetta er í 26. skipti sem GR sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba. 

Í úrslitaviðureigninni vann í tvímenningi Tómas Hjaltesteð Eírksson ríkjandi Íslandsmeistara, Aron Snæ Júlíusson 2/1, Hákon Örn Magnússon vann Gunnar Þór Heimisson 4/3 en í þriðju viðureigninni vann heimamaðurinn Hlynur Bergsson Jóhannes Guðmundsson 4/2. Í fjórmenningi skiptu liðin með sér stigunum. Dagbjartur Sigurbrandsson og Jóhannes F. Halldórsson GR höfðu betur gegn Kristófer Orra Þórðarsyni og Róbert Leó Arnórssyni1/0. Í hinum leiknum unnu heimamennirnir Hjalti H. Jónasson og Sigurður A. Garðarsson þá Elvar Má Kristinsson og Sigurð Bjarka Blumenstein 4/3.

Golfklúbburinn Keilir varð í þriðja sæti eftir 4-1 sigur gegn Golfklúbbi Akureyrar. Golfklúbbur Vestmannaeyja féll. Alls kepptu átta lið um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2025.

Örninn 2025
Örninn 2025