Fréttir

Góðar fréttir af Tiger Woods
Vonandi fáum við að sjá Tiger Woods aftur gera það sem hann gerir best.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 10. október 2021 kl. 09:03

Góðar fréttir af Tiger Woods

Það hefur ekki mikið frést af Tiger Woods síðan hann lenti í bílslysinu hræðilega í febrúar. Þó birtust myndir af honum fyrir nokkrum mánuðum í gifsi þar sem hann studdist við hækjur.

Nú um helgina náðust myndir af Tiger á golfmóti þar sem hann var að styðja son sinn Charlie. Tiger var laus við hækjurnar virðist vera á réttri leið í átt til bata.

Draumurinn um að sjá Tiger Woods aftur á golfvellinum með kylfu í hönd lifir því enn.