Fréttir

Góð spilamennska hjá Guðrúnu Brá á öðrum hring lokamótsins
Guðrún Brá lék mjög vel á öðrum hring lokamótsins og klifraði upp töfluna.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 26. nóvember 2021 kl. 15:55

Góð spilamennska hjá Guðrúnu Brá á öðrum hring lokamótsins

Eftir erfiðan fyrsta hring lék Guðrún Brá Björgvinsdóttir mun betur á öðrum hring lokamóts Evrópumótaraðar kvenna.

Guðrún fékk aðeins einn skolla á hring dagsins og bætti sig um heil níu högg frá fyrsta hringnum. Með þessu fer Guðrún upp um 20 sæti frá fyrsta degi, úr 68. sæti í það 48.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Skorkort Guðrúnar:

Það er hörð barátta um toppsætin á mótinu. Heimastúlkan Carlota Ziganda er í efsta sætinu á 8 höggum undir pari og landa hennar Fatima Renandez Cano er höggi á eftir í öðru sæti.

Anne-Lise Caudal frá Frakklandi er þriðja á fimm höggum undir pari og Ursula Wikstrom frá Finnlandi fjórða á fjórum undir pari.

Staðan í mótinu