Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Fréttir

Glæsilegt draumahögg hjá óþekkta kylfingnum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 21. maí 2023 kl. 21:32

Glæsilegt draumahögg hjá óþekkta kylfingnum

Bandaríkjamaðurinn Michael Block, óþekktur golfkennari eða klúbb-„prói“ frá Suður Karólínu sem blandaði sér í toppbaráttuna á PGA risamótinu, átti högg mótsins á lokahringnum þegar hann fór holu í höggi á 15. braut. Block sló glæsilegt högg með 7-járni sem flaug beint í holuna. 

Block er golfkennari í almennings golfklúbbi í Karólínu og tekur 150 dollara fyrir klukkustundina eða rúma 20 þúsund krónur. Hann er 46 ára var einn af tuttugu golfkennurum klúbba í Bandaríkjunum sem vann sér þátttökurétt.  Block var um tíma í 2. sæti á mótinu en endaði í því 15. með holu í höggi á 15. braut og mögnuðu pari á lokaholunni.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Block hefur notið þess að leika á mótinu og í lokahringnum var hann í tveggja manna ráshópi með einum besta kylfingi heims, Rory McIlroy sem fagnaði honum innilega eftir draumahöggið á fimmtándu.

Block fékk um 50 milljónir króna í verðlaunafé og þátttökurétt í PGA risamótinu á næsta ári. 

Óþekkti kylfingurinn sem sló í gegn í mótinu og skyggði hér um bil á sigurvegarann - lék í lokaráshópi með Rory McIlroy eins og fyrr segir - og eftir mótið bað hann um að fá mynd af sér með honum eins og sjá má í þessu skemmtilega myndskeiði.

Og hér má sjá stemmninguna í heimaklúbbi Blocks.