Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Gefur skít í LIV
Föstudagur 27. janúar 2023 kl. 00:32

Gefur skít í LIV

Sir Nick Faldo er ekki hrifinn af LIV mótaröðinni. Faldo fór mikinn í viðtali við hið breska Daily Mirror.

„LIV er tilgangslaus og vandræðaleg mótaröð. Þarna eru 48 þátttakendur sem fá gefins peninga. Þeir þykjast vera að stuðla vexti golfíþróttarinnar en halda svo mót á sama tíma og stærstu mótin á PGA mótaröðinni í löndum þar sem golfíþróttin er rótgróin. Ef þeir vilja stuðla að útbreiðslu íþróttarinnar, af hverju halda þeir þá ekki mót í löndum þar sem golfið er skammt á veg komið?“ sagði hinn sexfaldi risamótameistari. 

Faldo og Norman háðu mörg einvígi á sínum ferli, það frægasta á Mastersmótinu 1996 þegar Faldo vann upp 7 högga foyrstu Norman á síðasta hringnum og bar sigraði örugglega.

„Norman var mikil karakter á vellinum og sannkölluð goðsögn, en hann er búinn að eyðaleggja orðsport sitt í golfinu með þessari LIV mótaröð“.

Nick Faldo vann sex risatitla á sínum ferli, þrjá á Masters, 1989,1990 og 1996 og The Open 1987,1990 og 1992.

Greg Norman vann tvo risatitla á sínum ferli, The Open 1986 og 1993.