Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Fyrrum markmaðurinn búinn að spila frábærlega í Vestmannaeyjum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 5. júlí 2025 kl. 15:00

Fyrrum markmaðurinn búinn að spila frábærlega í Vestmannaeyjum

Albert Sævarsson gat sér áður gott orð sem markmaður en hann á hundruði leiki að baki í efstu deild með Grindavík og ÍBV. Albert er mikill íþróttamaður og um tíma virtist ekki skipta máli í hvaða íþrótt hann mætti, fljótlega skaraði hann fram úr og náði hann einu sinni að afreka í leik í 1. flokki í knattspyrnu með Grindavík, hann hélt marki Grindvíkinga hreinu í fyrri hálfleik og fór svo í senterinn í seinni hálfleik og skoraði þrennu! Albert er næsta öruggur með sigur í fyrsta flokki eftir tvo frábæra hringi.

Kylfingur tók hann tali að loknum seinni hringnum.

Örninn 2025
Örninn 2025