Fréttir

Fullkomið högg hjá Arnari Snæ
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 4. ágúst 2022 kl. 15:34

Fullkomið högg hjá Arnari Snæ

„Þetta var bara fullkomið högg,“ sagði Arnar Snær Hákonarson, Golfklúbbi Reykjavíkur en hann fór holu í höggi á 7. braut á fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum.

„Þetta voru 176 metrar með sex járni. Strákarnir sögu að boltinn hafi endað 1-2 metra frá holu og svo beint ofan í,“ sagði Arnar Snær sem lék hringinn á einum yfir pari. Hann fékk fugl næstu tvær holur á eftir þeirri sjöundu og var kominn í forystu með öðrum í mótinu eftir 9 holur en náði ekki að fylgja því eftir á seinni 9 holunum sem hann lék á 4 yfir pari. Engu að síður góður hringur. 

Með honum í holli voru Böðvar Bragi Pálsson, GR og Hlynur Geir Hjartarson, GOS, en Hlynur fór holu í höggi í fyrsta sinn á 28 ára ferli, á 17. braut í æfingahring síðasta mánudag. Böðvar er einn af yngri afrekskylfingum landsins og hann lék best í hollinu og er í toppbaráttunni eftir fyrsta hring á tveimur undir pari, Arnar og Hlynur á +1.